Klassískt nudd | Relaxation Centre Iceland
Sænskt nudd (e Sweedish Massage), einnig þekkt sem klassískt nudd, hefur marga kosti sem gagnast líkamanum auk þess að veita vellíðan þess sem er nuddaður. Klassískt nudd, sem notað er nú á dögum, byggir aðallega á tækni sem þróuð var af sænska lækninum Per Henrik Ling og á síðari árum Hollendingnum Johan Mezger.